Fréttir
23.11.17
Fundargerđ haustfundar

Haustfundur umdæmis 136 – Inner wheel á Íslandi.

Haldinn 28. okt. 2017 kl. 10 árdegis í safnaðarheimili Dómkirkjunnar, Lækjargötu 14.
Vigdís Jónsdóttir ritaði fundargerðina.
 
Mættar voru 24 félagar:
Frá Görðum:
Sif Jónsdóttir, forseti
Marta María Skúladóttir, gjaldkeri
Frá Hafnarfirði:
Gerður Sigurðardóttir, forseti.
Valdís Guðjónsdóttir, ritari
Kristjana Þ. Ásgeirsdóttir
Frá Selfossi:
Hrund Baldursdóttir, forseti
Guðbjörg Guðmundsdóttir, ritari
Nína Guðbjörg Pálsdóttir
Frá Keflavík:
Gunnhildur Skaftadóttir
Sigríður Ingibjörnsdóttir
Kristjana E. Guðlaugsdóttir
Frá Reykjavík:
Ágústa Hauksdóttir, forseti
Ingibjörg J. Gísladóttir, gjaldkeri
Dagný Hildur Leifsdóttir, ritari
María Heiðdal, meðstjórnandi
Elín Hjartar, fráf. forseti
Stefanía Borg Thorsteinsson, umdæmisstjóri
Vilborg G. Kristjánsdóttir, umdæmisgjaldkeri
Vigdís Jónsdóttir, umdæmisritari
Guðrún Sigurðjónsdóttir
Frá Kópavogi:
Sólveig Árnadóttir, ritari
Sigrún Sigvaldadóttir
Frá Reykjavík, Breiðholt:
Sigríður Níelsdóttir, forseti
Þorbjörg Guðmundsdóttir, fráf. forseti
 
Umdæmisstjóri Stefanía Borg Thorsteinsson setti fundinn og kveikti á kerti. Bauð fundarmenn velkomna og sagði megintilgang fundarins að fara yfir hlutverk embætta klúbbanna. Hún rakti síðan sögu safnaðarheimilis Dómkirkjunnar.
 
 
Þá var gengið til dagskrár.
1.         Kynning á embættum forseta, ritara og gjaldkera í klúbbunum.

Hópunum var skipt í þrjá hluta, forsetar klúbbanna funduðu í Sigríðarstofu og ritarar og gjaldkerar sátu áfram í fundarsalnum. Farið var yfir hlutverk og skyldur embættismanna klúbbanna.

 
2.         Létt spjall um hvernig klúbbarnir verja fundum sínum á starfsárinu.

                        Félagi úr hverjum klúbbi sagði í stuttu máli frá starfseminni í vetur.

Hjá Görðum kom fram að stjórnin skipuleggur fundi fram að áramótum og einstaka félagsmenn eftir áramót, vorferðin verður hópferð á umdæmisþingið.
Hjá Hafnarfirði hafa þær fengið rithöfunda á fundi og farið á tónleika saman. Stutt ferð verður í vor, þær eru 31 + 1 heiðursfélagi.
Hjá Keflavík hittast þær þriðja þriðjudag í mánuði, þær eru með jólahandverk, halda upp á 40 ára afmæli klúbbsins með ferð til Munchen og eru ekki með 3 mín. erindi.
Í Kópavogi fjallar janúarfundurinn um jólabækurnar og þær fara í vorferð.
Í Reykjavík hittist klúbburinn annan miðvikudag í mánuði, farin er vorferð, haldinn hattafundur og hafa farið í listasafnsheimsóknir utan félagsfunda, félagar eru 52.
Í Reykjavík Breiðholt eru 3 mín. erindi, þar eru 19  félagar og þegar vorferð er farin er farið á eigin bílum.
Á Selfossi eru félagar 16 hittast annan þriðjudag í mánuði. Janúarfundurinn er heima hjá forseta, í febrúar er sameiginlegur fundur með Rótaríklúbbnum og allur veturinn er skipulagður í upphafi vetrarstarfsins.

 
3.         Heimasíðan.

Umræður fóru fram um heimsíðu IW. Fram kom að hún er orðið gömul og erfiðleikum bundið að uppfæra hana, en Kristjana Ásgeirsdóttir hefur sinnt því verki. Samþykkt að undirbúa gerð nýrrar heimasíðu með þátttöku félaga úr hverjum klúbbi í vefnefnd. Nauðsynlegt er að hafa skýra sýn á hvað á að vera á síðunni og hvernig hún á að líta út áður en hafist er handa við gerð hennar. Kristjana mun senda út bréf og biðja klúbbana um tilnefningar í vefnefndina.

 
4.         Önnur mál.

Kristjana Guðlaugsdóttir tók til máls og fjallaði um NatRep. Sagði það vera nauðsynlegt embætti  ekki síst í krafti upplýsingamiðlunar. Hún kynnti skoðun sína á nauðsyn þess að umdæmi 136 sé með NatRep. Ákvæði um NatRep er að finna í stjórnarskrá IIW (sem fylgir hér með til upplýsinga). Þar kemur fram að hvert umdæmi getur kosið sér NatRep. Flest umdæmi eru með NatRep segir Kristjana. Verkefni þess er ákveðið í svokölluðu landsráði. Ekki fylgir embættinu aukinn kostnaður og allt er gert í umboði umdæmisstjórnarinnar. NatRep er ætlað að vera tengill milli Umdæmis, Landsráðs og alþjóðastarfs. Sá sem gegnir þessu embætti er hluti af embættismönnum og er til áheyrnar – og sérstaklega að miðla upplýsingum.
Kristjana lýsti vonbrigðum með afstöðu stjórnar umdæmisins og hennar skoðun er sú að lítið umdæmi eins og umdæmi 136 þurfi samt NatRep. Hún nefndi sem dæmi að IIW var að óska eftir tilnefningum um góðgerðarmálefni til að styrkja en af því að það er ekki NatRep hér þá var barst ekki erindið hingað.
Það kom fram að staðan  ritari erlendra bréfa er ekki virkt lengur og hafa ritara klúbbana séð um samskipti ef einhver eru.  Fyrir mistök var Jana titluð deputy NatRep á fundi sem hún sótti erlendis í haust og ekki gekk að leiðrétta það. Ef alþjóðastarf væri virkt gæti það verið gulrót fyrir yngri konur að taka þátt.
Fram kom sú skoðun að IIW ætti að senda bréf á umdæmisstjóra, ekki bara NatRep eins og í dæminu sem Jana tiltók.
Einnig kom fram að samkvæmt samþykktum er gert ráð fyrir 500 kr. af hverju árgjaldi til umdæmisins í erlent samstarf, það er innan við 100.000 á ári.
Niðurstaðan var sú að þetta verður kynnt og rætt í klúbbunum í vetur (því ekki hefur gefist tími til þess ennþá) og ef skrifleg tillaga berst fyrir umdæmisþingið í vor verði það tekið fyrir og afgreitt þar.

 
Fundinum var slitið kl. 13.

Að loknum hádegisverði, súpu og brauði var farið á Dómkirkjuloftið þar sem Marínó Þorsteinsson, formaður sóknarnefndar Dómkirkjunnar tók á móti okkur og rakti sögu Dómkirkjunnar.

 
Úr stjórnarskrá Inner Wheel International:
NATIONAL REPRESENTATIVES
A National Representative may be elected by any country with 1 or more Districts with 4 or more Clubs, which have been functioning as a District for a minimum of 2 years.
Qualifications:
1. For Districted countries without a National Governing Body.
Must be or have been a Deputy National Representative, a PAST DISTRICT Chairman, Vice Chairman, Secretary or Treasurer, where nominated and elected. A suitably qualified Deputy must be elected at the same time as the National Representative. In the event of a vacancy the Deputy National Representative shall take office and the District Committee(s) of the country concerned must elect a suitably qualified Deputy National Representative to complete the year.
2. For countries with a National Governing Body.
Must be or have been a Deputy National Representative, a PAST DISTRICT Chairman, Vice Chairman, Secretary or Treasurer, where nominated and elected, and have also served as a member of a National Governing Body for at least 1 year at the time of nomination. A suitably qualified Deputy must be elected at the same time as the National Representative. In the event of a vacancy the Deputy National Representative shall take office. The National Governing Body concerned must elect a suitably qualified Deputy National Representative to complete the year.
 
Nominations:
Each District may nominate not more than 1 National Representative and Deputy. Nominations, with the consent of the nominee, must be sent in writing, to the National Governing Body or National Representative (if no National Governing Body exists), not later than 31st October. If 2 or more National Representatives or Deputies are nominated by Districts in the same country, there must be an internal election. The National Governing Body or National Representative shall send to all Clubs a list of nominees, with a short description of the offices held, together with an official ballot slip and envelope for return, no later than 15th February.
Voting:
All the clubs in the country may vote to elect the National Representative and Deputy. By postal vote, each Club having 1 vote. Election by a simple majority.
Tenure of Office:
A maximum period of 2 years, but must be elected annually by 31st March.
Duties of the National Representative:
The National Representative is the link between the District and the International Governing Body; she receives and sends all communications. It is essential to be fluent in the official language of Inner Wheel, the English language. In a country with no National Governing Body, if the National Representative is not an elected member of the District Committee she plays no part in the running of the District.

ţriđjudagur 25 júní 06 2019
Nýjustu fréttir
Gleðilegt sumar kæru Inner Wheel konur.Ég vil minna á umdæmisþingið, sjá nánar undir...
13. janúar hittust 52 Inner Wheel konur frá öllum klúbbunum í Umdæmi 136 í Hannesarholti og...
Haldið verður upp á alþjóðadag IW þann 13. janúar 2018 kl. 12 á hádegi í...